Veisluþjónusta Suðurlands hentar öllum viðburðum og tækifærum. Hún leggur mikla áherslu á gæði og sveigjanleika, veitir frábæra þjónustu og býður upp á valmöguleika hvort viðskiptavinir vilja sækja matinn sjálfir eða fá hann heimsent. Þessi þjónusta er hönnuð til að mæta þörfum hvers og eins, hvort sem um er að ræða litla samkomu eða stóra viðburði, og tryggir að matarupplifunin sé eins einstök og atburðurinn sjálfur.



Matarbakkar

Veisluþjónusta Suðurlands býður upp á heimsendan matarbakka, þar sem þú getur valið þá dagana sem þér hentar. Matseðillinn er mánaðarlegur og maturinn er sérhæfður í gæði og ferskleika.

Veisluþjónusta

Fermingar 2024

Súpuhlaðborð
Val um:
- Kjötsúpa, rúgbrauð og flatbrauð
- Sjávarréttasúpa með brauðbar
- Mexíkósk kjúklingasúpa, Nachos, Ostur, Sýrður rjómi, Salsa
30-60 manns: 3.790 kr.
61+ manns: 3.490 kr.

Kökuhlaðborð- Súkkulaðikaka.
- Gulrótarkaka.
- Hjónabandsæla.
- Skinkubrauðterta
- Rækjubrauðterta
- Heitur brauðréttur
- Brauðsnitta með roast beef
- Brauðsnitta með reyktum laxi
- Kleinur
- Flatkökur með hangikjöti og baunasalati
- Makkarónur
- Rice crispý-kökur
30-50 manns: 4.790 kr.
51-80 manns: 4.500 kr.
81 + manns: 4.190 kr

Pottréttir og fl.Léttir réttir
- Kjúklingur, sætakartöflur, döðlur, heslihnetur
- Pastasalat
- Minni borgarar.
Val um
- Hefðbundinn lambapottréttur.
- Inverskur kjúklingapottréttur.
Meðlæti
- Brauð, blaðsalat, tómatar, fetaostur
- Hrísgrjón, kartöflusalat, rauðlaukur, blaðlaukur, sýrður rjómi
30-50 manns: 4.790 kr.
51-80 manns: 4.500 kr.
81+ manns: 4.190 kr.

SteikarhlaðborðForréttir
- Rjómalöguð aspas-súpa
- Reyktur og grafinn lax
- Hægeldaður lax
- Perlubygg salat
- Kjúklinga- og sætkartöflusalat
- Grískt salat
- Ristað brokkolí og möndlur
- Serrano og melónur.
Aðalréttir
- Kryddjurtalegin kalkúnabringa
- Steikt lambalæri
- Ofnsteikt rótargrænmeti
- Ristaðar kartöflur í hvítlauk
- Kartöflugratín
- Rauðvínssósa
- Bernessósa.
30-50 manns: 7.190 kr.
51-80 manns: 6.590 kr.
81 + manns: 6.290 kr

Pinnaveisla – 12 einingar á mann- Djúpsteikt rækja, ponzukrem og stökkur hvítlaukur.
- 2x Kjúklingapsjót
- Stökk kjúklingalæri borin fram með asískri engifersósu
- Kantilópa vafin inn í parmaskinku.
- 2x Mini hamborgari
- Mini hamborgari í sesam brauði, klettakáli, aioli og rauðlaukssultu
- Mini pizzur
- Rifinn grís í kóreskri BBQ-sósu, pikklað fennel og wasabi-sesam
- Anis og hvannar grafinn lax, eggjahræra, graflax sósa og spergill borinn fram á stökku brauði
- Brownie, þétt súkkulaðikaka með skyri, ganache og jarðarberjum.
30-50 manns: 5.890 kr.
51-80 manns: 5.490 kr.
81 + manns: 5.190 kr

Nánari Upplýsingar

- Diskar og hnífapör fylgja með fyrir matinn frá okkur sé óskað eftir því. Við tökum borðbúnaðinn óhreinan til baka.- Ekki er lánaður eða leigður út borðbúnaður ef veislan er haldin í sal þar sem borðbúnaður er til staðar.- Við komum og stillum upp fermingarborðinu.- Maturinn kemur allur á viðeigandi fötum, bökkum og hitaböðum.- Súpa kemur í rafmagnshitapotti.- Akstur er innifalinn í verði innan Árborgar og Ölfusar.- Lágmark veislupöntun er fyrir 30 gesti, fjöldi miðast við fullorðna.- 0-5 ára borða ókeypis, 6-12 fá 50% afslátt

Sentu okkur fyrirspurn eða ósk um tilboð í hádegisveðar þjónustuna okkar eða í veisluna þína.Við bjóðum vegleg nýskráningartilboð fyrir þá sem vilja prófa hádegisverðar þjónustuna án skuldbindingar.

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.

Um Okkur

Leigið þið út sali?Við eigum enga sali sjálf sem við leigjum út, en við erum í samstarfi við marga bestu sali á suðurlandi. Pantaðu mat hjá okkur og láttu okkur sjá um að finna sal fyrir þig og þína gesti.

Hvað kostar salur?Semja þarf sérstaklega við salaleigur um verð að hverju sinni

Hversu mikinn fyrirvara þarf fyrir veislur?Viðmiðið er 48 tímar fyrir veislur undir 300 einingum verslað af vefverslun, stærri veislur þurfa um 5 daga fyrirvara eftir flækjustigi og önnum hjá okkur. Því meiri fyrirvara sem við fáum til undirbúnings því betra.Að því sögðu, þá getum við oft reddað veislum með stuttum fyrirvara, en við gefum okkur þá listrænt leyfi til að breyta veislum eins og þurfa þykir svo hægt sé að afgreyða þær með sóma.Heyrðu í okkur eða sendu okkur fyrirspurn og við látum þig vita eins fljótt og við getum hvort við getum séð um þína veislu.

Hvað er 1 eining mikill matur?1 eining er eitt stk af smárétt.- 12-15 einingar teljast vera full máltíð
- 9-11 einingar teljast vera hádegisverður eða léttur kvöldverður
- 6 einingar teljast vera snarl utan hefðbundins matartíma eða sem forréttur með fordrykk

Hvernig fæ ég smárétta/pinna veisluna afhenta?Veisluna er hægt að fá heimsenda gegn 3.200kr sendingargjaldi innan Selfossar eða sótt hjá okkur á Samúelsson. Frí heimsending er fyrir 300 einingaveislur eða fleiri.Veislan kemur í umhverfisvænum umbúðum, svart fallegt box með glugga til að gægjast á veisluna. Inní boxinu er svartur bakki sem hægt er að draga út og setja beint á borðið, stílhreinn og flottur.

Þarf ég einhver áhöld fyrir smárétta veisluna?Veislurnar eru allar hannaðar þannig að það dugar að vera með servíettu.Að því sögðu, þá eru ekki allar veislurnar skapaðar jafn dannaðar. "Allt á pinna" er góður kostur ef um standandi veislu er að ræða. Það er alltaf gott að hafa litla diska sem gestir hafa aðgang að, en ekki nauðsynlegt.

Er hægt að stækka eða minka samsettu veislurnar?Já það er ekkert mál, verðið er aðlagað eftir stærðinni sem þú kýst.

Get ég breytt pöntun eftir staðfestingu?Við óskum eftir 3ja daga fyrirvara á staðfestum gestafjölda á stærri viðburðum. Þegar pantað er í vefsölu miðum við 24 klukkustunda fyrirvara áður en veislan er afhent. Það er auðvitað alltaf hægt að hafa samband ef eitthvað er og bera málið undir okkur.

Bjóðið þið upp á grænmetis/vegan rétti?Já heldur betur. Við elskum grænmeti og finnst gaman að dekra við grænmetisætur, veganista og pesceterianista.

Hvað með óþol/ofnæmi og aðrar sérþarfir?Við erum færir í flestan sjó og getum orðið við allavegana óskum. Ef þú finnur ekki fullnægjandi innihaldslýsingar á vefsíðunni okkar máttu gjarnan senda okkur línu eða heyra í okkur og við leysum málið!

Hvað gerist ef ég þarf að afpanta?Ekki er hægt að afpanta með minna en 24 klst fyrirvara í vefsölu en varðandi stærri veislur þá óskum við eftir 3ja daga fyrirvara.

Ég hef fleiri spurningar sem eru ekki hérna!Hafðu samband við okkur á info@vsl.is og við svörum eins fljótt og við getum!

Upplýsingar Um Google Sheets pantanir

1. Þumalputta reglan að setja inn pöntun deginum fyrr, heppilegast er að fylla inn í sem lengstan tíma í einu, helst ekki minna en viku í senn. Þetta er þó ekki skrifað í stein og fyrir þá sem eru öðruhvoru á verkstað er ekkert mál að skrá sig samdægurs fyrir kl 09:30.2. Fyrir afpantanir og forföll, þá þarf aðeins að breyta google sheet skjalinu, aðrar tilkynningar eru ekki nauðsynlegar. Dagurinn læsist kl 09:30 samdægurs og því ekki hægt að breyta eftir það.3. Ef það bætist einhver óvænt við eftir kl 09:30, þá má alltaf heyra í okkur í síma 864-3237, það eru allar líkur á að við getum reddað málanum.4. Auðvelt er að fylgjast með heildar kostnaði mánaðarins uppi í hægra horni skjalsins eða kostnað per starfsmann við í nafna dálkinum, það er talan sem við rukkum samkvæmt.5. Við sendum reikninga tvisvar í mánuði, 15. hvers mánaðar og síðasta dag hvers mánaðar með eindaga viku seinna.6. Í skjalinu óskum við eftir nafni hvers starfsmanns, kennitölu, emaili og kennitölu. Það er nauðsynlegt að setja email hjá öllum inn svo við getum sent áminningu um að fylla út næsta mánuð og reikninga fyrir liðnum mánuði. Það er ekki nauðsynlegt að fylla neitt nema emailin út ef senda skal 1 reikning á mánuði á fyrirtækið sjálft. Ef senda skal reikning á hvern starfsmann fyrir sig, þá þaf að fylla út alla reitina.7. Við biðjum ykkur um að nota tölvupóstinn matur@vsl.is fyrir allar fyrirspurnir tengdum matarbökkunum svo upplýsingarnar rati réttar boðleiðir eða hringið í 868-3237 og veljið "1" fyrir hádegisverða þjónustna ef verkefnið krefsts tafarlausrar úrlausnar.8. Matseðla og verðskrá er alltaf hægt að sjá á VSL.is